Snemma í vor datt ég niður á ansi skemmtilegt og áhugavert tímarit í Eymundsson, þegar ég settist þar niður í einn kaffibolla og fletti í gegnum nokkur tímarit. Tímaritið heitir
flow er er gefið út í Hollandi. Í tímaritinu snýst að mestu um að þora að fylgja hjartanu, því þá gerast bestu hlutirnir í lífinu, en einmitt þannig varð þetta tímariti til. Efnistökin eru um að þora að gera öðruvísi, takast á við nýjungar og áskoranir í lífinu, daglegt líf, jákvæða sálfræði, núvitund, hugmyndaauðgi og það fallega í hinu ófullkomna. Hverju tímariti fylgja litlar gjafir úr pappír hvers konar, s.s. svo sem litlar myndi, póstkort og annað í þeim dúr. Tímaritið er prentað á ólíkar tegundir af pappír svo blaðsíðurnar eru ekki allar eins, sem gerir það á einhvern máta svo skemmtilegt að fletta.
Ég féll kylliflöt fyrir tímaritinu og gerðist áskrifandi nánast um leið, því mig langaði að soga í mig meira af þeim fróðleik sem borinn er á borð í þessu yndislega tímariti.
En hvað er flæði (flow)? Flæði er hugarástand sem fólk kemst í þegar það einbeitir sér að krefjandi viðfangsefni sem það ræður vel við. Fólk verður hugfangið, ákaft og öðlast miklá ánægju í lífinu. Allir geta komist í þetta hugarástand, börn, fullorðnir, gamlir sem ungir. Læt hér mynd fylgja með af eintakinu af Flow sem kom út í júlí. Ég er strax farin að hlakka til að næsta eintak detti inn um lúguna.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli