Ég skráði mig á 12 mánaða líkamsræktarnámskeið og var samviskusöm og dugleg að mæta í tímana. Lét svo slag standa þremur dögum fyrir Reykjavíkurmaraþonið að skrá mig en ég hafði bara æft hlaup í um 3 vikur markvisst. Var sannfærð um að það myndi taka mig daginn að komast í mark :-) 10 kílómetrana fór ég, engin met voru í hættu en stærsti sigurinn var að fara þessa 10 km og leið mér sem heimsmeistara þegar ég hljóp yfir marklínuna og líðandin hreint stórkostleg á eftir.. Ýmis önnur markmið setti ég mér, öllu minni, sumum þeirra náði ég öðrum ekki.
En árið 2015, hvað ætla ég að gera þá?
- Ég ætla aftur að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og byrja að æfa markvisst í síðasta lagi í byrjun febrúar.
- Ég ætla að vera dugleg að vinna ljósmyndabækur fyrir þau ár og frí sem ég á eftir að gera.
- Við fjölskyldan ætlum að eiga fleiri útistundir með fjölskyldunni á árinu. Það er svo hollt og gott fyrir sálina og truflunin miklu minni en þegar maður er heima við.
Ég er svo með nokkur önnur minni markmið svona fyrir mig til að sigrast á.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli