mánudagur, 22. desember 2014

Samverustundir fjölskyldunnar í desember

Fyrir nokkrum árum síðan saumaði móðir mín út fallegt jóladagatal með snjókarli og jólasveini, dagatalið er líklega 1.5 meter á lengdi.  Í það hef ég hengt miða núna í desember með skemmtilegum samverustundum fjölskyldunnar. Það er auðvelt að gleyma sér í jólaundirbúningnum og jólastressinu en gleyma því sem mestu skiptir að gera eitthvað skemmtilegt saman.  Krökkunum hefur fundist þetta ansi skemmtilegt og þessi hefð sér til þess að í desember gerum við alltaf eitthvað skemmtilegt saman.  Það þarf ekki að vera mikið og flókið, höfum til dæmis farið á skauta saman, pakkað inn jólagjöfum saman, verið með pizzukvöld við kertaljós, skroppið í jólaljósabíltúr og fleira í þeim dúr.

Ég rakst á ansi skemmtilega hugmynd af svipuðum toga á vafri mínu um netheima, gæti alveg hugsað mér að útfæra hana fyrir næstu jól.  Hún er þannig að útbúið er lítið hefti með samverustundum eða hugmyndum að öðru skemmtilegu á aðventunni.  Þetta þarf ekki endilega að vera bundið við desember mánuð, heldur hægt að gera hvenær sem er og gefa til dæmis krökkunum sínum.  Hérna er tengill á þessa skemmtilegu hugmynd.





Engin ummæli :

Skrifa ummæli