Við stórfjölskyldan höfum tekið þátt í þessu verkefni frá upphafi, en það var móðir mín sem kynnti þetta fyrir mér á sínum tíma. Mamma og pabbi hafa verið mjög dugleg í gegnum árin að sinna þessu mikilvæga verkefni og hefur mamma öll árin prjónað vettlinga, húfur, trefla og sokka í kassana og oftar en ekki útbúið hátt í 10 kassa ár hvert. Eftir að við eignuðumst svo börnin fóru þau að taka þátt í þessu með okkur og haft gaman af. Segja má að þessi tímamót, ár hvert, marki upphafið af jólaundirbúningi fjölskyldunnar. Frekari upplýsingar um þetta frábæra verkefni má finna hér.
Alexandra með tvo jóla skókassa
Engin ummæli :
Skrifa ummæli