Við ókum síðan áleiðis í borgina með tveggja nátta stoppi í Skaftafelli, sem er algjör náttúruperla, svo dásamlegt að vera þar innan um fjöllinn, jöklana og fallega gróðurinn. Við gengum að Svartafossi og eyddum þar dágóðum tíma og svo busluðu krakkarnir við Hundafoss, ætluðum ekki að ná þeim þaðan. Það er augljóst að Skaftafell markaðssetur sig sem stað fyrir erlenda ferðamenn því ég hugsa að 80% af fólkinu á tjaldstæðinu hafi verið útlendingar. Í sjálfu sér fíluðum við það mjög vel, tjaldstæðið er stórt og nóg pláss svo við höfum næstum heila flöt út af fyrir okkur sem gaf krökkunum heilmikið leikpláss til að spila kubb og fótbolta. Hins vegar söknuðum við þess að sjá ekkert leiksvæði þarna, en það er líklega partur af þessu öllu saman að hafa ekki slíkt.
Við komum svo heim og stoppuðum þar í 4 klst og pökkuðum fyrir útilegum í Varmalandi með vinkonum og fjölskyldum þeirra. Þar vorum við líka einstaklega heppin með veðrið á föstudeginum og svo ekki sé talað um laugardaginn. Fórum að fossinum Glanna og kíktum í Paradísarlautina og fórum niður að ánni þar sem krakkarnir busluðum. Eyddum svo kvöldinu í spjall, kubb keppni og meira spjall. Snilldar útilega sem svo sannarlega er komin til með að vera fastur liður ár hvert.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðalaginu okkar.
Engin ummæli :
Skrifa ummæli