föstudagur, 19. júlí 2013

Sumarið er tíminn...

Við skruppum upp á Skaga í afmæli í dag í fjölskyldunni og áttum þar góðan seinnipart og kvöldstund. Krakkarnir nutu þessa að leika sér saman meðan við fullorðna fólkið nýttum tímann og spjölluðum um allt á milli himins og jarðar.  Á leiðinni heim mættum við þessari fallegu álftafjölskyldu sem var að spássera um og njóta sumarkvöldsins.  Þegar þeim þótti áhugi okkar orðinn óþægilega mikill flúðu þau út á tjörnina í öruggt skjól.  Þessi sjón gladdi smáfólkið í bílnum ekki minna en okkur fullorðna fólkið.



Engin ummæli :

Skrifa ummæli