laugardagur, 13. júlí 2013

Sumarfrí

Loksins er langþráð sumarfrí skollið á, yndislegt af fá tækifæri til að kúpla alveg frá og njóta lífsins með fjölskyldunni. Við erum lítið búin að plana fríið, stefnan er þó sett á að fara norður á Siglufjörð og í Héðinsfjörð, skreppa í Hólminn og fara í eina eða tvær útilegur. Síðan er ætlunin að eiga góða daga heima við, það finnst mér afar mikilvægt líka.

Í dag fagna tengdaforeldrar mínir 45 brúðkaupsafmæli og ætlum við að gleðjast með þeim í kvöld, ásamt fleirum úr fjölskyldunni.
Læt hér fylgja með eina mynd frá Þjóðbúningadegi sem haldinn var í Hólminum í dag.


Engin ummæli :

Skrifa ummæli