þriðjudagur, 9. júlí 2013

Ræktun á matjurtum

Þetta byrjaði smátt fyrir þremur árum eða svo, einn kassi með svolitlu af sallati, hefur svo færst í aukana og núna eru svalirnar næstum fullar af pottum með matjurtum og kryddjurtum.  Ég hef óskaplega gaman af þessu og fátt eins yndislegt og að fara út á svalir og taka upp svolítið sallat til að hafa með kvöldmatnum.  Það sem ég er með núna er:

  • lollo rosso
  • lambhagasallat
  • mizuna kál 
  • sinnepskál
  • ...eitt sem ég man ekki hvað heitir :-)
Það sem bættist svo við um helgina var gulrófur og hnúðkál, aðallega af því mig langaði að prófa og svo var þetta líka á útsölu svo ég gerði góð kaup.  Þessu til viðbótar er ég svo með myntu, steinselju, graslauk og timian.  Mizuna kálið vex eins og enginn sé morgundagurinn og sama má segja um sinnepskálið.  Báðar tegundirnar eru frekar sterkar á bragðið en æðislegar með öðru sallati.  Mæli með að þið prófið .  Mun pottþétt taka það aftur næsta sumar.

Hér er svo smá sýnishorn af svölunum

Engin ummæli :

Skrifa ummæli