Haustinu fylgir oftast nær að koma þarf ýmsum hlutum í reglu, rútínan tekur við eftir frelsi sumarsins, börnin byrja skóla og tómstundum, foreldrar í vinnu og sinna áhugamálunum og þá er nú gott að hafa skipulagið í góðu lagi. Ég hef lengi verið að leita mér að hentugu formi til að halda utanum um skipulag heimilisins, ég hef prófað að nota dagatal þar sem hægt er að skrifa inn á það sem er í gangi hjá hverjum og einum í fjölskyldunni frá degi til dags, hef notað excel fyrir skipulagið, blað og penna, en einhvern vegin ekki náð að finna það sem hentar best. Á ferðalagi mínu um veraldarvefinn hef ég dottið niður á ýmsar sniðugar hugmyndir og vinn nú að því að búa til mína eigin útfærslu. Hérna eru myndir af nokkrum góðum hugmyndum sem nýst geta þeim sem eru í sömu hugleiðingum og ég.

Engin ummæli :
Skrifa ummæli