sunnudagur, 11. ágúst 2013

Nauthólsvíkin...

Ég skrapp í Nauthólsvíkina með krakkana með vinkonu og dömunum hennar. Það var sólríkt er við komum en fljótlega dró fyrir sólu.  Það var þó ekki til að stoppa börnin frá því að vaða, sulla, moka og byggja.  Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir að hitastigið væri ekki á við það sem þekkist á Spánarströndum.  

Nokkrar skemmtilegar myndir úr Nauthólsvíkinni







þriðjudagur, 6. ágúst 2013

Góðir dagar fyrir norðan.

Við erum búin að vera í fríi bæði á Siglufirði og í Héðinsfirði. Veðrið hefur ekki verið neitt sérstakt en við höfum ekki látið það stoppa okkur, erum búin að taka þátt í Síldarævintýrinu og eyddum svo nokkrum dögum í paradísinni okkar í Héðinsfirði. Veiðin var dræm að þessu sinni en krakkarnir voru duglegir við veiðina og að leika sér. Nú er fríið senn á enda og rútínan að taka við, sem alltaf er gott eftir vel heppnað frí.

Hér fylgir svo ein mynd af duglegu veiðimönnunum mínum.