Smávegis lífsmark, já tæpt ár síðan síðast. Burt séð frá því ætla ég nú að halda áfram að hripa hér niður það sem markvert er hverju sinni. Í morgun fórum við fjölskyldan í Mosfellsbæinn þar sem Bjarni var að keppa þar á fótboltamóti. Liðið hans spilaði 4 leiki og unnu þeir þrjá þeirra og fjórði og jafnframt sá síðasti endaði með jafntefli. Veðrið var dásamlegt, logn og sól þann tíma sem við vorum á vellinum en þegar síðasti leiknum lauk byrjaði að dropa. Það eru algjör forréttindi að fá að fylgja krökkunum sínum á svona mót, svo heilbrigð og góð skemmtun og samvera. Nú styttist í að pilturinn færist á milli flokka, úr 6. flokki í þann 5. og þá tekur líka nýtt þjálfarateymi við guttunum.
Þar sem tekið er að hausta og fyrsta lægðin væntanleg var trampólínið tekið niður og gengið frá á pallinum svo ekki taki nú neitt á loft í óveðrinu sem búið er að boða í nótt og á morgun.